Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Köttur í Sandgerði málaður hvítur
Mánudagur 19. ágúst 2002 kl. 10:31

Köttur í Sandgerði málaður hvítur

Tvær ungar systur í Sandgerði, þær Björg og Elsa Kristinsdætur, fundu mjög illa haldinn kött sl. föstudagskvöld sem hafði verið málaður með hvítri olíumálningu. Mjálmaði hann stanslaust af hræðslu og ákváðu þær því að fara með „Pönk“, eins og þær kusu að kalla hann, heim þar sem reynt var að þrífa málninguna úr. Það gekk hins vegar mjög illa og er því enn talsverð málning föst í hárum kattarins.

Ekki er vitað hver á köttinn en mjög líklegt er að um sé að ræða villikött þar sem hann hefði væntanlega flúið heim eftir að hafa verið málaður í stað þess að flækjast um bæinn líkt og hann gerði. Að sögn Bjargar böðuðu þær Pönk í gær í baðinu heima hjá sér en náðu samt ekki málningunni úr og líður honum því enn mjög illa og mjálmar og mjálmar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024