Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Köttur í handfarangri frá Hamborg
Mánudagur 9. júlí 2018 kl. 13:31

Köttur í handfarangri frá Hamborg

Athugull farþegi um borð í flugvél frá Hamborg til Keflavíkur á dögunum tók eftir því rétt fyrir lendingu að í næstu sætaröð ferðaðist drengur með kött í handfarangri. Farþeginn lét tollverði vita og gátu þeir stoppað ferðir fólksins sem ætlaði sér að stoppa á Íslandi í nokkra daga. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Dýravaktar Matvælastofnunar.
 
Var farþegunum gert ljóst að ekki væri heimilt að taka með sér gæludýr á þennan hátt inn í landið og ákváðu þau í kjölfarið að breyta ferðaáætlun sinni og halda strax af landi brott með köttinn. 
 
„Sjúkdómastaða dýra á Íslandi er einstaklega góð og það er frábært ef við öll leggjumst á eitt að halda því áfram þannig,“ segir á síðu Dýravaktarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024