Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Köttur herjar á mófugl við Sandgerði
Þriðjudagur 13. júlí 2010 kl. 16:29

Köttur herjar á mófugl við Sandgerði

Hvítur köttur með svart skott og svarta bletti á baki herjar á mófugl í útjaðri Sandgerðis. Talsvert varp er við bæjardyrnar í Sandgerði en mófuglar hafa sótt í skjól nálægt mannabústöðum og fengið þar vernd fyrir tófunni úr heiðinni. Hins vegar hafa kettir séð sér leik á borði og herjað á mófuglinn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Íbúi í Sandgerði sagðist hafa orðið var við umræddan kött að undanförnu þar sem hann hefur gert usla í varplandinu að næturlagi.
Eigandi kattarins er beðinn um að loka hann inni eða gera aðrar ráðstafanir, því kettir í veiðihug eru ekki æskilegir í varplöndum.

Myndin: Spói og spóaungar á Miðnesheiði á dögunum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025