Kótilettukvöld í Vogum fellur niður vegna kórónuveirufaraldurs
Kótilettukvöldi Björgunarsveitarinnar Skyggnis og Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum sem átti að fara fram 6. nóvember hefur verið aflýst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skyggni þar sem segir að félögin sýni þar samfélagslega ábyrgð.
„Á okkur hvílir samfélagsleg ábyrgð og við viljum standa undir henni. Þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun að ræða í ljósi aðstæðna. Smitum hefur fjölgað alla vikuna. Við erum með fólk í kringum okkur í sóttkví eða smitgát. Með þessari ákvörðun erum við að taka ábyrgð.
Við munum auglýsa í vikunni hvernig endurgreiðsla á seldum miðum mun fara fram,“ segir í tilkynningunni.