Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kösturum við vatnstankinn við Vatnsholt stolið
Á þessari mynd sést glöggð hversu mikið prýði er af listaverki Toyista á vatnstankinum. Ljósmynd OZZO
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 13:43

Kösturum við vatnstankinn við Vatnsholt stolið

„Sá leiðinda atburður átti sér stað í síðustu viku að fjórum kösturum sem lýsa upp vatnstankinn við Vatnsholt var stolið. Af ummerkjum má sjá að fagmannlega var að verki staðið. Grindur voru skrúfaðar af og klippt á rafmagnið. Listaverkið, sem vatnstankurinn nú er, er því óupplýstur. Þjófnaðurinn hefur verið tilkynntur til lögreglu og eru þeir sem vita eitthvað um málið eða hafa grunsemdir, beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Vatnstankurinn var afhjúpaður sem listaverk á Ljósanótt árið 2013. Toyistar höfðu þá farið huldu höfði á bak við ábreiðu um nokkurra vikna skeið. Vatnstankurinn er mikið bæjarprýði og sést langt að. Slæmt er að geta ekki lýst hann upp í skammdeginu sem nú er að bresta á.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024