Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostnaðurinn við kísilverksmiðjuna kominn í 20 milljarða
Tölvumynd af fullbyggðri kísilverksmiðju Stakksbergs, áður Usi.
Miðvikudagur 21. nóvember 2018 kl. 21:48

Kostnaðurinn við kísilverksmiðjuna kominn í 20 milljarða

- Arion banki segir ekki hafa komið til greina að rífa niður verksmiðjuna

Kostnaður við byggingu kísilverksmiðju United Silicon er kominn í um 20 milljarða króna og því kom ekki til greina að rífa hana niður. Það hefði verið óforsvaranlegt og þannig hefðu miklir fjármunir sem hefðu farið í uppbygginguna að engu orðið. Þetta sagði Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarmaður í Stakksberg, félagi í eigu Arion banka, sem stendur að því að koma verksmiðjunni í gang aftur.

Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ lagði spurninguna fyrir hann á íbúafundinum og spurði einnig hvernig bankinn stefndi að því að komast frá málinu en hann var viðskiptabanki United Silicon og tók yfir verksmiðjuna við gjaldþrot þess. „Bankinn mun ekki sleppa skaðlaus frá þessu verkefni, það eru takmarkaðar líkur á því.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024