Kostnaður við kjarasamninga miklu meiri en gert var ráð fyrir
Fram kom á fundi bæjarstjórnar fyrir stuttu að kostnaður vegna launahækkana hafi verið mun meiri en reiknað var með í byrjun. Alls hafa 210 milljónir farið í launahækkanir á þessu ári en gert var ráð fyrir að kostnaður vegna launahækkana á árinu næmi 69 milljónum. Inni þessum 210 milljónum eru ekki ógerðir samningar við tónlistarskólakennara og fleiri sem nú eru með lausa samninga.