Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kostnaður vegna sýningar Árna ekki greiddur af Reykjanesbæ
Miðvikudagur 3. desember 2003 kl. 12:06

Kostnaður vegna sýningar Árna ekki greiddur af Reykjanesbæ

Reykjanesbær mun ekki greiða kostnað vegna geymslu, flutnings eða sýningu á verkum Árna Johnsen í Reykjanesbæ, en þetta kemur fram í skriflegu svari Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa við fyrirspurn bæjarfulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks. Svar Valgerðar var lagt fram á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en engar umræður urðu um málið á fundinum.

Svar menningarfulltrúa vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks:

„Það stendur ekki til að bæjarsjóður borgi leigu vegna geymslu listaverka Árna Johnsen og bæjarsjóður tekur ekki þátt í kostnaði vegna flutnings verkanna til Reykjanesbæjar. Í október  sl.  gafst  menningarfulltrúa  Reykjanesbæjar  sem  einnig  er forstöðumaður  Listasafnsins  kostur  á að skoða verk Árna Johnsen og tók í framhaldi  af  því  ákvörðun  um  að  sína  verkin  í Gryfjunni í Duushúsum
(óinnréttuðum  hliðarsal)  enda  hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hingað til treyst forstöðumanni til að velja þá sýnendur sem hann  telur  áhugaverða  hverju  sinni.   Til  þessa  hafa 7 sýningar verið haldnar  í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum og aðrar 7 verið haldnar í
öðru húsnæði á vegum Listasafnsins eða með aðstoð Listasafnsins.

Listasafn Reykjanesbæjar tók í notkun sýningarsal í Duushúsum í lok síðasta árs  og hefur haldið 7 sýningar.  Sýningarstefnan í  salnum er ákveðin, þar sýna aðeins valdir listamenn, fagmenn sem eru menntaðir í myndlist.   Um er að  ræða  nokkurs  konar boðsýningar.  Listamenn hafa samband við safnið og síðan  er valið úr þeim hópi.    Sýnendum býðst eftirfarandi:  Flutningur á verkum  til og frá sýningarsal, litprentaður 36 bls. bæklingur um verkin og listamanninn  á  ensku og íslensku. Í þetta hafa verið  notaðir styrkir frá velunnurum.   Í  staðinn  skilur listamaðurinn eftir verk sem bætist þá við
listaverkaeign safnsins.

Listasafn  Reykjanesbæjar  hefur  hins vegar einnig styrkt eða staðið fyrir öðrum  sýningum á öðrum stöðum, m.a. í óinnréttuðum hliðarsölum í Duushúsum (Bíósalnum,  boxkjallaranum, Fischershúsinu, Svarta pakkhúsinu o.fl.).  Þar hafa ekki endilega verið á ferðinni fagmenn  heldur fólk sem hefur verið að gera áhugaverða hluti, heimafólk og aðrir.  Þessu fólki býðst eftirfarandi: Húsnæði (oft í misjöfnu ástandi) og aðstoð við undirbúning sýningar,  annað er  á  ábyrgð og kostnað sýnenda og/eða þeirra styrktaraðila.  Árni Johnsen er í þessum hópi.“

Valgerður Guðmundsdóttir
menningarfulltrúi Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024