Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostnaður Reykjanesbæjar vegna Brynjólfshúsa um 80 milljónir króna
Föstudagur 7. maí 2004 kl. 11:46

Kostnaður Reykjanesbæjar vegna Brynjólfshúsa um 80 milljónir króna

Kostnaður Reykjanesbæjar vegna kaupa á húseignum Laugafisks og Hauks Guðmundssonar í Innri-Njarðvík, oft nefnd Brynjólfshúsin, nemur 46 milljónum króna. Ef bæjarábyrgð sem veitt var Hauki Guðmundssyni árið 1996 er bætt við þessa upphæð er kostnaður Reykjanesbæjar vegna svæðisins tæpar 80 milljónir króna. Í framtíðarskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að þar rísi íbúabyggð, en hugmyndir þess efnis hafa verið ræddar óformlega innan stjórnsýslu Reykjanesbæjar.

Laugafiskur hætti starfsemi í Innri-Njarðvík á fyrri hluta síðasta árs, en fyrirtækið var með fiskþurrkun í húsnæðinu. Reykjanesbær keypti húseignir fyrirtækisins fyrir 22 milljónir króna og segir Hjörtur Zakaríasson bæjarritari að húseignirnar hafi verið keyptar af umhverfis- og heilbrigðisástæðum.
Reykjanesbær greiddi 24 milljónir króna fyrir húseignir Hauks Guðmundssonar fyrir skemmstu á uppboði. Eignin var keypt vegna ógreiddra fasteignagjalda upp á 14 milljónir króna.

 

 

Efri myndin: Húsnæði Hauks Guðmundssonar og Laugafisks, oft nefnd Brynjólfshúsin en kostnaður Reykjanesbæjar vegna húsanna er um 80 milljónir króna.

Neðri myndin: Séð inn í port við húsnæðið sem áður var í eigu Laugafisks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024