Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kostnaður meiri en gert var ráð fyrir
Miðvikudagur 17. október 2018 kl. 13:20

Kostnaður meiri en gert var ráð fyrir

Sameiningarferli Garðs og Sandgerðis umfangsmikið

Magnús Stefánsson nýr bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis segir að kostnaður vegna samruna sveitafélaganna sé mun meiri en gert var ráð fyrir. Hann segir að ríkið verði að koma meira að slíkum verkefnum annars geti það dregið úr áhuga á því að sveitarfélög hagræði rekstri með sameiningu. 

„Kostnaðurinn sem hefur fallið á verkefni er mun meiri en við gerðum ráð fyrir. Það gilda ákveðnar reglur um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en miðað við umfang þeirra verkefna sem sameining hjá okkur kallar á, þá er nauðsynlegt að auka þann stuðning,“ sagði Magnús í viðtali við tímarit um Sveitarstjórnarmál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ef sveitarfélögum er ætlað að bera hitann og þungann af öllum sameigningarkostnaði þá getur það dregið úr mögulegri hagræðingu, sem getur svo aftur dregið úr áhuganum á því að sameinast.“

Meiri stuðningur nauðsynlegur frá ríkinu

Magnús bendir á að hafi stjórnvöld áhuga á því að fækka sveitarfélögum með sameiningu þá þurfi ríkið að styðja byggingu innviða, m.a. hvað samgöngur og heilbrigðisþjónustu varðar. „Í okkar sameiginlega sveitarfélagi með yfir 3500 íbúa er engin heilbrigðisþjónusta í boði. Þetta er óásættanleg staða,“ bætir bæjarstjórinn við.