Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kosningu á Ljósalaginu lýkur á miðnætti
Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 16:53

Kosningu á Ljósalaginu lýkur á miðnætti

Nú hafa öll lögin fimm sem komust í undanúrslit verið kynnt á Stöð 2 og á Tónlist.is. Nú stendur yfir kosning sem lýkur á miðnætti 26. ágúst. Þrjú efstu lögin komast í úrslit og verða flutt á Ljósanótt 3. september n.k. Úrslitin verða kynnt hér á Tónlist.is  n.k. laugardag en einnig á vef Ljósanætur.

Áhugasamir geta kosið á Tónlist.is og með sms og nánari leiðbeiningar er að finna á vefnum.  Fólk er hvatt til að kynna sér lögin rækilega og minnt er á að hér er um sönglagakeppni að ræða, þ.e. fyrst og fremst er verið að velja lag.

Búta úr lögunum má sjá á vefTíví Vísis.is en lögin er einnig hægt að hlusta á lögin í heild sinni hér á vefnum. Að sjálfsögðu er líka hægt að kaupa alla plötuna á Tónlist.is á einungis 445 kr.- hér.

Þeir höfundar sem eiga lög í forkeppninni eru Elvar Gottskálksson, Kalli Bjarni, Halldór Guðjónsson og Sverrir Stormsker.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024