Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kosning til stjórnlagaþings ógild: Kjörklefar á sumum kjörstöðum ófullnægjandi
Þriðjudagur 25. janúar 2011 kl. 16:30

Kosning til stjórnlagaþings ógild: Kjörklefar á sumum kjörstöðum ófullnægjandi

Hæstiréttur hefur ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Flestir ágallar sem kærendur kosninganna töldu að væri á framkvæmdinni voru teknir til greina. Einn kæranda vill að stjórnlagaþingið verið strax blásið af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hæstiréttur lauk málinu nú klukkan þrjú og ályktarorðið er „kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 er ógild.“


Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að fjölmargir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna. Kjörseðlar hafi ekki verið rétt úr garði gerðir og verið rekjanlegir til nafna einstakra kjósenda og kjörklefar á sumum kjörstöðum hafi verið ófullnægjandi þannig að hægt var að fylgjast með því hvernig kjósendur greiddu atkvæði. Þar með hafi kosningarnar ekki verið leynilegar.


Þá hafi lagafyrirmælum um að leyfilegt sé að brjóta kjörseðilinn saman ekki verið fylgt, en tveir dómarar af sex féllust þó ekki á þessi rök. Þá var losarabragur á hönnun kjörkassa og ekki var talið fyrir opnum tjöldum.


Í sjötta lagi er það talinn verulegur annmarki að Landskjörstjórn skyldi ekki skipa sérstaka fulltrúa frambjóðenda til að fylgjast með talningunni.


Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.


Myndirnar eru úr einni kjördeild í Reykjanesbæ. Spurning hvort þessir kjörklefar hafi m.a. orðið kosningunni að falli. VF-myndir: Hilmar Bragi