Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kosið um sameiningu sveitarfélaga
Laugardagur 8. október 2005 kl. 11:45

Kosið um sameiningu sveitarfélaga

Í dag er kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar í eitt sveitarfélag. Í Reykjanesbæ er kjörfundur í Heiðarskóla fyrir íbúa í Keflavík en í Njarðvíkurskóla fyrir íbúa Njarðvíkur og Hafna. Í Garði er kosið í Gerðaskóla en í Sandgerði fer kjörfundur fram í Grunnskóla Sandgerðis. Kjörfundur stendur til kl. 22 í kvöld.

Í dag er einnig kosið um sameiningu Hafnarfjarðar og Voga. Í Vatnsleysustrandarhreppi er kosið í Stóru-Vogaskóla og stendur kjörfnudur til kl. 20 í kvöld í þessum sveitarfélögum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024