Kórónuveirusmituðum fjölgar á Suðurnesjum
Kórónuveirusmituðum fjölgar á Suðurnesjum og eru í dag 54 einstaklingar með Covid-19. Þá eru 261 einstaklingur í sóttkví á Suðurnesjum.
Alls greindust 42 með kórónuveiruna innanlands í gær. Alls 31 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en ellefu voru þar ekki.
Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Alls eru 27 nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Í gær voru 26 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu.