Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Körfuboltavellir Reykjanesbæjar lagfærðir á næstu vikum
Föstudagur 16. júní 2017 kl. 11:38

Körfuboltavellir Reykjanesbæjar lagfærðir á næstu vikum

Íbúi í Reykjanesbæ benti á það í fésbókarhópnum „Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri“ að umhirðu körfuboltavallar Njarðvíkurskóla hafi verið ábótavant. Aðeins örfáum klukkustundum síðar var kalli hans svarað en samkvæmt Bjarna Þór Karlssoni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar, og Hafþóri Birgissyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, verða vellirnir lagaðir við fyrsta tækifæri.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tvær körfur á körfuboltavelli Holtaskóla höfðu verið fjarlægðar en ástand vallarins er svona í dag.

 

Unnið er að viðhaldi við körfuknattleiksvelli við grunnskólana á hverju ári. Ný net voru sett í körfur á öllum völlunum síðasta sumar og verða endurnýjuð í næstu viku og á næstu vikum. Körfur við Holtaskóla voru teknar niður í vetur vegna ryðs. Nýjar körfur eru væntanlegar. Skemmd á plötunni í Holtaskólavellinum verður löguð við fyrsta tækifæri. Nýr völlur við Heiðarskóla er væntanlegur til landsins í ágúst og farið verður í framkvæmdir í framhaldi af því.“

 


Gat á körfuboltavelli Holtaskóla.

 

Hópurinn „Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri“ var stofnaður með það að markmiði að virkja samstöðuna og gera Reykjanesbæ að fallegu umhverfi og öruggum stað. „Tökum myndir, setjum hér inn, merkjum þær og sköpum umræðu. Þannig getum við náð eyrum þeirra sem hafa ákvörðunarvaldið og þá náð árangri og gert góðan bæ betri,“ skrifar stjórnandi hópsins, R. Ása Ingiþórsdóttir.