Körfu- og dælubílar skoðaðir í Svíþjóð
Tveir fulltrúar frá Slökkviliði Brunavarna Suðurnesja fóru utan til Svíþjóðar á dögunum til að athuga með kaup á slökkviliðsbifreiðum. Meðal annars var skoðaður þessi körfubíll og einnig tveir dælubílar. Þá er slökkviliðið aðskoða gáma fyrir búnað og kerrur. Körfubíllinn hér að ofan er árgerð 1981 og ekinn 20.000 km.