Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kóreskir vængir, borgarar og brekkusöngur í Vogum
Góð mæting Vogabúa á fjöldasönginn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 18. ágúst 2023 kl. 22:09

Kóreskir vængir, borgarar og brekkusöngur í Vogum

Vogabúar fjölmenntu á brekkusönginn í garðinum við íþróttamiðstöðina í kvöld eins og myndirnar sem eru með þessari frétt, segja til um. Áður en trúbadorinn Róbert Andri Drzymkowski sem er frá Vogum, steig á stokk og byrjaði fjöldasönginn, fjölmenntu Vogabúar í húsakynni Lionsklúbbsins Keilis, og gæddu sér á hamborgurum og drykkjum en veitingarnar voru í boði Sveitarfélagsins Voga. Blaðamaður vissi ekki af því og byrjaði kvöldið á glænýjum veitingastað í Vogum, Kim Yong wings. Kóresku kjúklingavængirnir brögðuðust frábærlega og pizzan ein af af þeim betri, takk fyrir mig! 

Frábært kvöld í Vogum en bæjarhátíð Vogabúa, Fjölskyldudagar hófst á miðvikudaginn  og heldur áfram á morgun með fjölbreyttri barnadagskrá til að byrja með og tónleikum á hátíðarsvæðinu um kvöldið. Hátíðinni lýkur svo á sunnudag með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Trúbadorinn Róbert Andri Drzymkowski