Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 25. febrúar 2002 kl. 10:40

Konur og bókmenntir, konur og saga í bókasafninu

Konur og bókmenntir, konur og saga er yfirskrift kvennakvölds sem Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir á Flug Kaffi fimmtudagskvöldið 28. febrúar.
Rætt verður vítt og breytt um konur og bókmenntir, skrif kvenna og kvennasöguna. Rithöfundarnir og fræðimennirnir Herdís Helgadóttir og Oddný Sen lesa úr nýútkomnum verkum sínum, Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur fjallar um hvernig skrif kvenna hafa verið metin og Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands mun reifa kvennasöguna. Einnig mun óperusöngkonan Sigríður Aðalsteinsdóttir koma fram.
Dagskráin hefst kl. 20:00 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að kaupa veitingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024