Konur í sveitarstjórnum: Lægst hlutfall á Suðurnesjum
Sveitarfélög á Suðurnesjum standa öðrum landshlutum að baki hvað varðar hlutfall kvenna í sveitarstjórnum. Í skýrslu sem birt er á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins kemur fram að konur eru einungis 24% sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum.
Á landsvísu eru konur um 32% sveitarstjórnafulltrúa og standa minni sveitarfélög þeim stærri yfirleitt að baki. Hlutfall kvenna í sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa eru konur um 35% íbúa. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að Suðurnesin séu undantekning á þeirri reglu þar sem þau séu bæði fjölmenn og þéttbýl.
Í fyrrnefndri skýrslu er leitt líkum að því að sérstaklega þurfi að hvetja konur í smærri sveitarfélögum og sveitarfélögum á landsbyggðinni til þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttistofa hafa ritað öllum stjórnmálaflokkum bréf þar sem þeir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að jafna hlut kynja við uppröðun á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Hér má sjá frekari upplýsingar um málið á kosningavef Félagsmálaráðuneytisins
Á landsvísu eru konur um 32% sveitarstjórnafulltrúa og standa minni sveitarfélög þeim stærri yfirleitt að baki. Hlutfall kvenna í sveitarfélögum með yfir 1000 íbúa eru konur um 35% íbúa. Í skýrslunni er hins vegar tekið fram að Suðurnesin séu undantekning á þeirri reglu þar sem þau séu bæði fjölmenn og þéttbýl.
Í fyrrnefndri skýrslu er leitt líkum að því að sérstaklega þurfi að hvetja konur í smærri sveitarfélögum og sveitarfélögum á landsbyggðinni til þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Félagsmálaráðuneytið og Jafnréttistofa hafa ritað öllum stjórnmálaflokkum bréf þar sem þeir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að jafna hlut kynja við uppröðun á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Hér má sjá frekari upplýsingar um málið á kosningavef Félagsmálaráðuneytisins