Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 10. apríl 2004 kl. 18:21

Konur í Reykjanesbæ stofna kvennasveit

Í byrjun febrúar komu nokkrar konur saman til að undirbúa stofnun kvennasveitar, sem ætlar að hafa það  markmiði  að starfa sem bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnes og stuðla að virkni kvenna í almennum slysavörnum.Stofnfundurinn verður haldinn á 10, ára afmælisdegi Björgunarsveitarinnar Suðurnes 16. apríl  kl, 19:00 í húsinu þeirra að Holtsgötu 51. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja vinna að þessum málum og bjóðum við nýja félagsmenn velkomna.
KL, 20:00 í framhaldi stofnfundar verður haldinn hátíðarfundur þar sem tekið verður á móti boðsgestum þar sem lög, nafn og merki verða kynnt. Fundarstjóri á fundinum verður Sigrún Þorgeirsdóttir sviðstjóri hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Undirbúningsnefnd.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024