Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Konur í meirihluta í nýja framboðinu í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 19. febrúar 2014 kl. 09:40

Konur í meirihluta í nýja framboðinu í Reykjanesbæ

Þetta framboð er að verða til vegna ákveðinnar undiröldu í bæjarfélaginu okkar, segir Guðbrandur Einarsson.

„Sérstök uppstillingarnefnd mun leggja fram drög  að lista þegar þar að kemur, en nú þegar er til staðar öflugur hópur sem er tilbúinn til að taka þátt í þessu verkefni og þar eru konur í meirihluta, segir Guðbrandur Einarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ en hann er í hópi fólks sem vinnur að undirbúningi nýs framboðs fyrir kosningarnar í vor.

„Þetta framboð er að verða til vegna ákveðinnar undiröldu í bæjarfélaginu okkar. Það eru greinilega margir sem vilja að valkostirnir verði fleiri þegar þeir ganga að kjörborðinu í vor,“ segir Guðbrandur sem á að baki átta ár í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir Samfylkinguna og A-listann sem var framboð félagshyggjuflokkanna á næst síðasta kjörtímabili.

Í skoðanakönnun síðastliðið haust kom fram stuðningur við Pírata og Bjarta Framtíð án þess að þessi framboð væru til staðar í Reykjanesbæ. Einhver hreyfing var í kringum Pírata við stofnun félags nýlega en frekari fréttir af því hafa ekki borist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024