Konur í meirihluta í bæjarstórn Reykjanesbæjar
- á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ, 17. mars, að konur skipuðu meirihluta stjórnar. Slíkt hendir þegar varamenn fyrir karlkyns aðalmenn koma úr röðum kvenna og leysa þarf fleiri en einn aðalmann af. Böðvar Jónsson (D lista) sá ástæðu til að fanga þetta augnablik og tók mynd af hópnum.
Þessir föngulegu bæjar- og varabæjarfulltrúar eru Elín Rós Bjarnadóttir (Á), Magnea Guðmundsdóttir (D), Ingigerður Sæmundsdóttir (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Anna Lóa Ólafsdóttir (Y) og Halldóra Hreinsdóttir (B).