Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Konur í meirihluta á bæjarstjórnarfundi
Miðvikudagur 8. september 2004 kl. 14:40

Konur í meirihluta á bæjarstjórnarfundi

Konur voru í meirihluta á síðasta bæjarstjórnarfundi Garðs sem haldinn var 1. september sl.

Það þykir tíðindum sæta og kemur fram á heimasíðu bæjarins að það hafi einungis gerst einu sinni áður í langri sögu bæjarins, en það var á síðasta kjörtímabili.

Fjórar konur sátu fundinn, en það voru þær Guðrún S.Alfreðsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ásta Agnes Woodhead og Hrönn Edvinsdóttir, sem kom inn sem varamaður I-lista.

Venjulega eru þrjár konur í sjö manna bæjarstjórn þannig að ekki munar miklu, en þetta sýnir vonandi jákvæða þróun í átt til jöfnunar kynjahlutfalls í bæjarstjórnum víðar.

Bæjarstjóri Garðs, Sigurður Jónsson, tók fram í viðtali við Víkurfréttir að fundurinn hefði verið óvenju friðsamlegur þó ekki væri víst að kynjahlutfall hefði nokkuð með það að gera.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024