Konur af höfuðborgarsvæðinu fæða í vatni í Keflavík
Sífellt fleiri konur velja að fæða börnin sín í vatni. Árið 2000 var algjör sprengja í vatnsfæðingum á fæðingardeildinni í Keflavík en þá eignuðust 27% kvenna krílin sín í vatninu. Árin þar á undan höfðu tæplega 20% fæddra barna komið í heiminn í baðkarinu. Töluvert er um að konur af höfuðborgarsvæðinu komi til Keflavíkur til geta fætt í vatni, þar sem þessi valkostur er ekki í boði á Landsspítalanum.
„Að liggja í baði við kertaljós hefur ætíð verið talin góð leið til slökunar og því tilvalinn kostur í fæðingarferlinu. Í fæðingu er slökun nefnilega afar mikilvæg. Öndun kvenna verður rólegri og minni orka tapast af hennar hálfu. Þá er meiri orka eftir til að vinna með hríðunum,“ segir Anna Rut ljósmóðir í Keflavík og bætir við að ósjaldan hafi hún upplifað að konur hafi verið við það að gefast upp og óskað deyfingu en þá farið ofan í baðkarið og náð að slaka á.
Nánar um vatnsfæðingar í Tímariti Víkurfrétta á föstudaginn.
„Að liggja í baði við kertaljós hefur ætíð verið talin góð leið til slökunar og því tilvalinn kostur í fæðingarferlinu. Í fæðingu er slökun nefnilega afar mikilvæg. Öndun kvenna verður rólegri og minni orka tapast af hennar hálfu. Þá er meiri orka eftir til að vinna með hríðunum,“ segir Anna Rut ljósmóðir í Keflavík og bætir við að ósjaldan hafi hún upplifað að konur hafi verið við það að gefast upp og óskað deyfingu en þá farið ofan í baðkarið og náð að slaka á.
Nánar um vatnsfæðingar í Tímariti Víkurfrétta á föstudaginn.