Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 27. maí 2000 kl. 11:26

Konungur Jórdaníu farinn frá Keflavík

Konungshjónin Abdullah II og Rania drottning hafa yfirgefið Ísland. Þau flugu frá Keflavíkurflugvelli nú í hádeginu. Þau komu við hér og í Bretlandi á leið sinni til Bandaríkjanna, þar sem Abdullah hyggst ræða við Bill Clinton Bandaríkjaforseta um friðarferlið í Miðausturlöndum. Í morgun skoðaði Abdullah II orkuver Hitaveitu Suðurnesja og einnig kom hann og Rania við í Bláa lóninu á leið sinni aftur út á flugvöll. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þar sem flugvél forsetans var varin með skotvopnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024