Könnun VF: Fólk vill frekar breytingar en lækkaðan hámarkshraða
Greinilegt er að lesendur Víkurfrétta eru á því að breytingar á Faxabraut milli Hringbrautar og Hafnargötu séu betur til þess fallnar að sporna við hraðakstri en lækkun hámarkshraða. Af tæplega 900 svörum voru 67% fylgjandi þeirri stefnu, en 33% vildu lækka hámarkshraðann.
Dvalarheimilið Hlévangur er þar við götuna og því margir eldri borgarar sem eiga þar leið um. Nú er hámarkshraði 50, en tillaga kom fram um að lækka hann niður í 30.
Talsmönnum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fannst hins vegar hyggilegra að breyta götumyndinni og efuðust um að það að skipta um skilti við götuna myndi breyta einhverju.
Málið hefur verið sent lögreglu til umsagnar, en talsmenn meirihluta útilokuðu hvorugan kostinn.
Dvalarheimilið Hlévangur er þar við götuna og því margir eldri borgarar sem eiga þar leið um. Nú er hámarkshraði 50, en tillaga kom fram um að lækka hann niður í 30.
Talsmönnum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fannst hins vegar hyggilegra að breyta götumyndinni og efuðust um að það að skipta um skilti við götuna myndi breyta einhverju.
Málið hefur verið sent lögreglu til umsagnar, en talsmenn meirihluta útilokuðu hvorugan kostinn.