Könnun: Sjálfstæðismenn með 8-9 bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með langmest fylgi í Reykjanesbæ í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt er í dag. Í könnuninni segist rúmt 71% myndi kjósa flokkinn, væri gengið til kosninga nú.
Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá að minnsta kosti 8 bæjarfulltrúa af ellefu.
Könnunin sýnir að hnífjafnt er milli níunda manns D-lista og þriðja bæjarfulltrúa A-listans.
A-listinn, sameiginlegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingar og óháðra fær 23,7 prósent í könnuninni. Fengi listinn því 2-3 menn inn í bæjarstjórn, samkvæmt könnuninni.
Frjálslyndi flokkurinn mælit með 2% fylgi, 1,7% segjast kjósa Reykjanesbæjarlistann og Vinstri grænir fá 0,8%.
Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá að minnsta kosti 8 bæjarfulltrúa af ellefu.
Könnunin sýnir að hnífjafnt er milli níunda manns D-lista og þriðja bæjarfulltrúa A-listans.
A-listinn, sameiginlegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingar og óháðra fær 23,7 prósent í könnuninni. Fengi listinn því 2-3 menn inn í bæjarstjórn, samkvæmt könnuninni.
Frjálslyndi flokkurinn mælit með 2% fylgi, 1,7% segjast kjósa Reykjanesbæjarlistann og Vinstri grænir fá 0,8%.