Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Könnun í Suðurkjördæmi: D-listi með 5 þingmenn
Sunnudagur 22. apríl 2007 kl. 15:05

Könnun í Suðurkjördæmi: D-listi með 5 þingmenn

Sjálfstæðisflokkurinn kemur vel út úr nýrri könnun á fylgi flokkanna í Suðurkjördæmi sem Capascent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og fréttastofu Sjónvarps.

Í könnuninni, sem var unnin dagana 15.-19 apríl, er Sjálfstæðisflokkurinn með  40,9% fylgi og 5 kjördæmakjörna þingmenn. Þetta er eilítið meira fylgi en flokkurinn var með í könnun fyrir Rás2 í síðustu viku.

Asmkvæmt því er Björk Guðjónsdóttir eini fulltrúi Suðurnesja sem kemst inn á þing.

Samfylkingin er með 24% sem er 6% frá kjörfylgi flokksins, og missir hann 2 af 4 þingmönnum sínum verði þetta raunin.

Framsóknarflokkurinn er með 14,2% fylgi í kjördæminu, sem er ögn meira en í téðri könnun Rásar2, en flokkurinn var með 23,7% í kosningunum 2003. Guðni Ágústsson heldur sínu sæti en flokkurinn tapar örðum þingmannssætinu.

Vinstri Grænir eru með eilítið minna fylgi en í síðustu könnun 13,7% gegn 17,4% en það er engu að síður mikil aukning frá síðustu kosningum þegar flokkurinn var með 4,7% og ná þau inn einum manni verði þetta úrslitin.

Frjálslyndir og Íslandshreyfingin ná ekki inn manni þar sem þau mælast með 4,8% og 2,2% og Baráttusamtökin mælast vart, ná 0,3%.

Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 800 manns 18 ára og eldri. Nettósvarhlutfall var 64,5%.

Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“

Heimild: mbl.is

Vf-Mynd/Þorgils: Oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi: Óskar Þór Karlsson er í stað Grétars Mars Jónssonar (F)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024