Könnun: 67% ósátt við ákvörðun valnefndar um ráðningu nýs sóknarprests
Undirskriftasöfnun til stuðnings séra Sigfúsi?
Vart hefur orðið óánægju meðal sóknarbarna í Keflavíkurprestakalli með þá ákvörðun valnefndar að mæla ekki með séra Sigfúsi B. Ingvasyni í stöðu sóknarprests í Keflavíkurkirkju. Séra Sigfús hefur starfað sem prestur við Keflavíkurkirkju í þrettán ár. Hann starfaði sem prestur við hlið séra Ólafs Odds Jónssonar sóknarprests, sem lést í desember sl. Eftir fráfall séra Ólafs Odds var embætti sóknarprests auglýst laust til umsóknar og sóttu níu um embættið.
Þeir sem sóttu um voru:
Ástríður Helga Sigurðardóttir guðfræðingur
Sr. Elínborg Gísladóttir
Sr. Kjartan Jónsson
Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
Sr. Leifur Ragnar Jónsson
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
Sr. Sigfús Baldvin Ingvason
Sr. Skúli S. Ólafsson
Sr. Yrsa Þórðardóttir
Þau sóknarbörn sem Víkurfréttir hafa rætt við eru öll á því máli að eðlilegast hefði verið að ráða séra Sigfús í embættið, enda öllum málum kunnugur í kirkjunni. Tveir prestar þjóna við Keflavíkurkirkju, sóknarprestur og prestur. Sóknarbörnin, sem Víkurfréttir hafa rætt við, segja það að ganga framhjá séra Sigfúsi sé ígildi vantrausts.
Þá hafa Víkurfréttir heimildir fyrir því að í undirbúningi sé söfnun undirskrifta Sigfúsi til stuðnings og til að vekja athygli kirkjumálaráðherra á stöðunni, en ákvörðun valnefndar fór til biskups sem mælt hefur með séra Skúla Sigurði Ólafssyni í embætti sóknarprests í Keflavíkurkirkju. Skipað verður í embættið til fimm ára.
Víkurfréttir hafa staðið fyrir könnun á vefnum um ákvörðun valnefndarinnar. Þegar könnunin hefur verið virk í sólarhring hafa 1419 greitt atkvæði. Niðurstaðan þegar þessi atkvæði hafa verið greidd sýnir að 67% þátttakenda eru ósáttir við ákvörðun valnefndar um ráðningu nýs sóknarprests í Keflavík. 32% eru sátt við ákvörðunina og 1% segjast hlutlaus.
Mynd: Séra Sigfús Baldvin Ingvason
Vart hefur orðið óánægju meðal sóknarbarna í Keflavíkurprestakalli með þá ákvörðun valnefndar að mæla ekki með séra Sigfúsi B. Ingvasyni í stöðu sóknarprests í Keflavíkurkirkju. Séra Sigfús hefur starfað sem prestur við Keflavíkurkirkju í þrettán ár. Hann starfaði sem prestur við hlið séra Ólafs Odds Jónssonar sóknarprests, sem lést í desember sl. Eftir fráfall séra Ólafs Odds var embætti sóknarprests auglýst laust til umsóknar og sóttu níu um embættið.
Þeir sem sóttu um voru:
Ástríður Helga Sigurðardóttir guðfræðingur
Sr. Elínborg Gísladóttir
Sr. Kjartan Jónsson
Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir
Sr. Leifur Ragnar Jónsson
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
Sr. Sigfús Baldvin Ingvason
Sr. Skúli S. Ólafsson
Sr. Yrsa Þórðardóttir
Þau sóknarbörn sem Víkurfréttir hafa rætt við eru öll á því máli að eðlilegast hefði verið að ráða séra Sigfús í embættið, enda öllum málum kunnugur í kirkjunni. Tveir prestar þjóna við Keflavíkurkirkju, sóknarprestur og prestur. Sóknarbörnin, sem Víkurfréttir hafa rætt við, segja það að ganga framhjá séra Sigfúsi sé ígildi vantrausts.
Þá hafa Víkurfréttir heimildir fyrir því að í undirbúningi sé söfnun undirskrifta Sigfúsi til stuðnings og til að vekja athygli kirkjumálaráðherra á stöðunni, en ákvörðun valnefndar fór til biskups sem mælt hefur með séra Skúla Sigurði Ólafssyni í embætti sóknarprests í Keflavíkurkirkju. Skipað verður í embættið til fimm ára.
Víkurfréttir hafa staðið fyrir könnun á vefnum um ákvörðun valnefndarinnar. Þegar könnunin hefur verið virk í sólarhring hafa 1419 greitt atkvæði. Niðurstaðan þegar þessi atkvæði hafa verið greidd sýnir að 67% þátttakenda eru ósáttir við ákvörðun valnefndar um ráðningu nýs sóknarprests í Keflavík. 32% eru sátt við ákvörðunina og 1% segjast hlutlaus.
Mynd: Séra Sigfús Baldvin Ingvason