Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Könnuð verði hagkvæmni lestarsamgangna
Mánudagur 17. mars 2008 kl. 10:09

Könnuð verði hagkvæmni lestarsamgangna

Bæjarráð Sandgerðis tekur undir þingsályktunartillögu sem hópur þingmanna hefur lagt fram til Alþingis um að könnuð verði hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurvíkurflugvallar og Reykjavíkur. Bæjarráð telur rétt að sveitarfélögin á Reykjanesi kanni slíkar tillögur með tilliti til samgangna á Suðurnesjum, segir í bókun frá síðasta fundi.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni verður samgönguráðherra falið að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Kannaðir verði kostir þessa samgöngumáta og gallar, sem og hugsanlegar leiðir. Sjónum verði einkum beint að kostnaði og ávinningi samfélagsins og efnahagslegum, umhverfislegum og skipulagslegum áhrifum. Í þessu skyni verði leitað til sérfræðinga innan lands og utan. Niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir í árslok.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Oddgeir Karlsson: Mun lestarspor muni liggja meðfram Reykjanesbrautinni í framtíðinni?