KÖNGULÆR SKJÓTA UPP KOLLINUM VÍÐA
Næsta meinlausar á íslenskum vegabréfumFrétt Vf í síðustu viku um eitraða landnemann á Kirkjuveginum í Keflavík olli talsverðum önnum á Fræðasetri Sandgerðis því þangað fór að hringja fólk sem kannaðist við lík kvikindi í og við híbýli sín. „Þið voruð heldur fljótir að lýsa köngulóna eitraða því hún er næsta meinlaus því þótt þær stingi þá eru þær svo smávaxnar að klærnar ná öllu jafna ekki inn fyrir mannshúðina“ sagði Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins. „Það var komið hingað með aðra könguló, sem fannst á heimili hérna í Sandgerði, og var hún allverulega stærri en sú sem birtist á forsíðunni hjá ykkur og að auki var hringt og tilkynnt um sams konar könguló í Grindavík.“Að sögn Reynis var köngulóin sem fannst á Kirkjuveginum krabbakönguló (Thomisidae), sú eina sinnar tegundar á Íslandi og heitir Zysticus cristatus en sú sem fannst í Sandgerði af krossköngulóaætt (Araneidae).Um Xysticus cristatus segir í riti Landverndar „Tvö fremri fótapör áberandi löng og minna á krabbafætur. V-laga litamynstur á frambol. Situr gjarnan í blómum og hremmir flugur sem þangað leita.“