Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. júlí 2003 kl. 09:54

Konan sem leitað var að fundin heil á húfi

Kona sem leitað var að í nágrenni Kleifarvatns í nótt og í morgun fannst heil á húfi um klukkan hálf níu í morgun. Konunnar hafði verið leitað frá því um klukkan eitt í nótt en hún hafði orðið viðskila við hóp fólks sem hún var með í þoku og rigningu í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn úr þremur björgunarsveitum leituðu konunnar með leitarhundum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni.Þetta kemur fram á heimasíðu Morgunblaðsins, mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024