Kona tekin með kókaín
Erlend kona var í lok síðasta mánaðar handtekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að tollgæsla stöðvaði hana vegna gruns um fíkniefnasmygl. Lögreglan á Suðurnesjum færði konuna á lögreglustöð þar sem hún skilaði af sér um það bil 30 pakkningum af kókaíni. Var um tæp 400 grömm af efninu að ræða. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald meðan rannsókn málsins fór fram. Rannsóknin er nú á lokastigum.