KONA LÉT LÍFIÐ Í BLÁA LÓNINU
Áttunda banaslysið á síðastliðnum 15 árum varð í Bláa Lóninu sunnudaginn 6. júní sl. er 46 ára Taívönsk kona fannst látin í lóninu kl. 18:10. Dánarörsök er enn ókunn en rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík annast rannsókn málsins. Ásgeir Eiríksson fulltrúi sýslumanns í Keflavík sagði mál af þessu tagi afar viðkvæm. „Rannsókn málsins er í ákveðnum farvegi og get ég ekki tjáð mig um stöðu þess. Frá 1984 hafa 8 einstaklingar látið lífið í Bláa Lóninu, 4 útlendingar og 4 Íslendingar. Rannsóknir lögreglu á fyrri slysum hafa ekki leitt í ljós neinn samverkandi þátt sem tengdur er starfsskilyrðum eða öryggisvörslu rekstraraðila.“