Það tíðkaðist í fyrri tíð að menn kæmu ríðandi til kjörfundar og mannamóta af ýmsu tagi en sá hátturinn er vitaskuld fyrir löngu horfinn með samgöngutækjum nútímans. Menn ráku því upp stór augu í Grindavík í dag þegar hestafólk þar í bæ kom ríðandi á kjörstað.