Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komu Flughersins frestað
Fimmtudagur 29. desember 2005 kl. 15:07

Komu Flughersins frestað

Ekki verður af því að flugher Bandaríkjanna taki við rekstri Varnarstöðvarinar á Keflavíkurfluvelli á næsta ári eins og reiknað var með. Ákvörðun um skipti sjóhers og flughers hefur verið skotið á frest um óákveðinn tíma, en Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, sagði í samtali við Víkurfréttir að ljóst sé að ekki verði af skiptunum á næsta ári.

„Skiptin þóttu ekki hagkvæm að sinni, þannig að ákvörðunartöku var frestað. Flugherinn hafði samþykkt skiptin af sinni hálfu, en sjóherinn sá ekki hagræðið í þeim.“

Friðþór sagði að engin breyting yrði á daglegum rekstri á varnarstöðinni og bætti því við að þessi frestun hefði enga sérstaka þýðingu um framhaldið.

Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að af skiptunum verði er engu að síður víst að ekki minnkar óvissan um veru varnarliðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024