Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Komu böndum á nýbyggingu
Mánudagur 7. febrúar 2022 kl. 07:37

Komu böndum á nýbyggingu

Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveitinni Suðurnes kom böndum á nýbyggingu sem var að fjúka við Völuás í Reykjanesbæ í nótt. Minnstu mátti muna að þetta þakskegg sem björgunarsveitarfólkið er að hemja á myndunum myndi flettast upp í hvössum vindinum.

Björgunarsveitin fékk þó nokkur útköll í Reykjanesbæ en ekkert stórtjón varð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd: Hilmar Bragi