Komu að stórskemmdum bíl
	Erlendum ferðamönnum, sem brugðið höfðu sér í Bláa lónið í gær brá heldur betur í brún þegar þeir komu að bílaleigubifreið sinni sem þeir höfðu lagt í rúmgott stæði.
	
	Stór dæld var komin í framhurð bifreiðarinnar, að líkindum eftir ákeyrslu, en enginn sást sökudólgurinn. Fólkið leitaði til öryggisvarða á staðnum og tilkynntu að auki lögreglunni á Suðurnesjum um atvikið. Málið er í rannsókn.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				