Kompan með jólamarkað og uppboð
Kompan nytjamarkaður í Reykjanesbæ verður með jólamarkað á fimmtudaginn n.k. þar sem m.a. fer fram skemmtilegt uppboð. Ýmsar jólavörur verða einnig á boðstólnum í versluninni og má búast við mikilli jólastemningu. Á næstu dögum mun Kompan setja inn myndir á facebook síðu sína, af þeim hlutum sem boðnir verða upp.
Nytjamarkaðurinn Kompan er rekinn af Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem er á krossgötum í lífinu. Allur hagnaður af rekstri Kompunnar fer í að styðja við starfsemi Fjölsmiðjunnar.
Myndir frá uppboðinu árið 2011. Þessar konur virðast hafa gert kjarakaup.