Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kompan flyst yfir í gamla Húsasmiðjuhúsnæðið
Mánudagur 16. maí 2011 kl. 14:24

Kompan flyst yfir í gamla Húsasmiðjuhúsnæðið

Lokað nú á föstudag vegna þessa

Fjölsmiðjan sem áætlað er að opni nú á næstunni opna mun nú um helgina taka yfir starfsemi Kompunnar sem Rauði krossinn hefur rekið í Reykjanesbæ undanfarin ár. Að þeim sökum verður Kompan lokuð á föstudaginn næstkomandi þann 20. maí vegna flutninga yfir í nýja húsnæðið sem verður til húsa í gamla Húsasmiðjuhúsnæðinu. Gert er ráð fyrir að nýja verslunin opni svo annan föstudag eða þann 27. maí. Verslunin verður svo framvegis opin daglega en nú er aðeins opið á föstudögum.

Ásamt versluninni sem mun selja húsgögn og aðra innanstokksmuni verður ýmis önnur starfsemi í nýja húsinu. Þar verður m.a boðið upp á þrif fyrir bifreiðar, ýmis viðgerðarþjónusta pökkunar- og niðurrifsþjónustu verður á staðnum sem og mötuneyti fyrir stafsmenn Fjölsmiðjunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024






Myndir: Kompan mun opna í nýju húsnæði þann 27. maí og af þeim sökum verður lokað nú á föstudaginn.

[email protected]