Kompan á leiðinni í sumarfrí
Vegna sumarleyfis starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum verður nytjamarkaður Kompunnar á Smiðjuvöllum í Reykjanesbæ lokaður frá og með næsta mánudegi. Það verður opið kl. 10:00-15:00 föstudaginn 29. júní, en síðan ekki aftur fyrr en fimmtudaginn 9. ágúst.
Ekki er hægt að taka við vörum í húsnæði Kompunnar við Smiðjuvelli á meðan sumarleyfinu stendur. Hins vegar er þeim sem vilja gefa vörur til nytjamarkaðarins bent á að Kompan er með gám á svæði Kölku í Helguvík. Þangað er hægt að koma með húsgögn og aðrar vörur sem fólk hefur áhuga á að gefa til Kompunnar og þá gildir auglýstur opnunartími gámaplansins hjá Kölku.
Starfsfólk Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum þakkar Suðurnesjamönnum viðskiptin það sem liðið er af árinu og hlakkar til að mæta endurnært til starfa í ágúst að loknu sumarleyfi.