Komið verði í veg fyrir ólöglegan akstur
Byggingafulltrúa Garðs hefur verið falið að finna leið til þess að hefta ólöglegan akstur mótorhjóla við byggðina. Bæjarráði hafði borist bréf frá íbúum um miðjan síðasta mánuð þar sem lýst var áhyggjum af glannaakstri mótorhjóla í byggð. Bæjarráð vísaði málinu til Skipulags- og bygginganefndar sem nú hefur faið byggingafulltrúa að fylgja því eftir.
Nefndin bendir á að akstur óskráðra ökutækja er bannaður nema á viðurkenndum svæðum. Hún vill kanna mögulegt samstarf við Sandgerði um lausn á þessu máli en bendir jafnframt á að það sé hlutverk lögreglunnar að fylgja þessu eftir.
VFmynd/elg- Þessi stundar löglegan akstur á þar til gerðum svæðum. Því miður verður það sama ekki sagt um suma aðra mótorhjólamenn.