Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. september 2000 kl. 15:53

Komið í veg fyrir jarðhitanýtingu á Reykjanesi

Hitaveita Suðurnesja hefur ekki enn fengið leyfi til tilraunaborana á Trölladyngjusvæðinu. Hvað varðar nýtingu jarðhita á Reykjanesi, kom úrskurður frá umhverfisráðuneytinu eftir að svæðið fór í lögformlegt umhverfismat, að borsvæðið þar verði takmarkað meira en forsvarsmenn H.S. geta sætt sig við. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja telur úrskurðinn lítt rökstuddan og munu funda um málin á næstunni. Rannsóknir Hitaveitu Suðurnesja á Trölladyngjusvæðinu felast í borun einnar holu með lítilsháttar slóðagerð og gerð borplans. Rannsóknarleyfi var gefið út 2. júní 2000, en það tók tæpa 20 mánuði að fá það leyfi. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra H.S., má búast við löngu ferli til viðbótar ef endanleg niðurstaða verði að svæðið þurfi að fara í lögformlegt umhverfismat. Júlíus telur að verið sé að koma í veg fyrir allar vatnaaflsvirkjanir og jarðhitavirkjanir almennt, með þessum aðgerðum. „Það er mikið vald sem það fólk hefur, sem úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum og örlar lítt á skilningi á því, að miklu valdi verður að fylgja ábyrgð og krafa um skilvirk vinnubrögð, en ekki geðþóttaákvarðanir sem byggja á einhverju sem réttast væri nefnt „trúarbrögð“, segir Júlíus. Hvað varðar rannsóknir á Reykjanesi, þá úrskurðaði skipulagsstjóri ríkisins þann 17. maí sl. að þar ætti að fara fram mat á umhverfisáhrifum á jarðhitanýtingu. Hitaveita Suðurnesja kærði þann úrskurð til umhverfisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar í meginatriðum. Samkvæmt þeim úrskurði verður að gera mat á nánara afmörkuðu framkvæmdasvæði, utan núverandi iðnaðarsvæðis, sem fram kom í frummatsskýrslu. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra H.S. er þessi úrskurður umhverfisráðuneytisins ófullnægandi og veldur því að öll stærri áform, sem byggja á nýtingu jarðhita á Reykjanesi, eru jafnvel ekki raunhæf lengur. „Það er fyrst og fremst takmörkun vinnslusvæðis sem er óásættanleg og veldur því væntanlega að H.S. mun ekki að óbreyttu treysta sér til að gera samninga við hugsanlega stórnotendur gufu, svo sem magnesíumfélagið, þar sem hætta væri á því að unnt yrði að uppfylla slíkan samning“, segir Júlíus.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024