Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kom að óboðnum gesti í baði
Föstudagur 7. nóvember 2014 kl. 11:23

Kom að óboðnum gesti í baði

– hafði innbyrt vímuefni og var ruglaður í ríminu.

Íbúa í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum brá heldur en ekki í brún þegar hann kom heim til sín í vikunni. Í íbúð hans var þá staddur ókunnugur maður og það sem meira var,- hann var í baði. Íbúinn hafði skilið íbúð  sína eftir opna og mannlausa og því fór sem fór.

Hinn óvænti gestur reyndist hafa ruglast á íbúðum í viðkomandi fjölbýlishúsi auk þess sem hann hafði innbyrt vímuefni og var þar af leiðandi ruglaður í ríminu. Var tekin ákvörðun um að flytja hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024