Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnar með norðanátt eftir helgi
Föstudagur 12. febrúar 2010 kl. 08:29

Kólnar með norðanátt eftir helgi


Búast má við kólnandi veðri eftir helgi þegar vindur snýst til norðlægra átta. Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið: Suðaustlæg átt, fremur hæg og skýjað en úrkomulítið, en 5-13 og fer að rigna seint í dag. Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum í nótt og á morgun. Hiti 2 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg suðaustlæg átt og skýjað en úrkomulítið, en 5-10 og fer að rigna seint í dag. Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum í nótt og á morgun. Hiti 4 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Suðvestan 8-13 m/s og rigning með köflum eða skúrir, en hægari og úrkomulítið A-lands. Hiti 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki NA-lands.

Á sunnudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað SA-lands. Gengur í 13-20 m/s með snjókomu, fyrst NV-lands upp úr hádegi, en þurrt að kalla syðra. Kólnar ört í veðri.

Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt með éljum eða snjókomu N- og A-lands og talsverðu frosti um land allt.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Dregur smám saman úr vindi og ofankomu, en áfram frost um land allt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024