Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnar í veðri á morgun
Þriðjudagur 1. maí 2007 kl. 14:58

Kólnar í veðri á morgun

Á hádegi voru suðaustan 10-15 m/s við suðurströndina, en annars mun hægari. Skýjað var sunnan- og vestanlands og þurrt að kalla, en annars yfirleitt léttskýjað. Þó var þokuloft úti við norðurströndina. Svalast var 4ra stiga hiti á annesjum norðanlands, en hlýjast 19 stig á Hallormsstað.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning með köflum, en vestlægari á morgun. Hiti 8 til 13 stig, en kólnar á morgun.

Yfirlit
Skammt vestur af landinu er 1013 mb lægðardrag sem þokast norðaustur, en milli Íslands og Noregs er 1025 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s, en 5-10 við vesturströndina. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, en yfirleitt léttskýjað norðaustan til. Suðvestan og vestan 5-10 og víða rigning á morgun, en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti 12 til 20 stig að deginum, hlýjast norðaustan til, en kólnar heldur á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024