Kólnandi veður og rigning
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 5-10 m/s og skýjað, en dálítil rigning sunnan til. Norðlægari og léttir til eftir hádegi. Norðan 8-13 og léttskýjað á morgun. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Norðan 8-15 m/s austantil, en annars mun hægari. Él norðan- og austanlands, en annars víða léttskýjað. Frostlaust sunnan- og vestanlands að deginum, en annars vægt frost.
Á föstudag:
Norðlæg átt, 5-10 m/s, en hvassara við norðausturströndina. Skýjað og sums staðar dálítil ofankoma norðan- og austanlands, en víða bjart veður fyrir sunnan. Hiti um eða undir frostmarki, kaldast norðaustantil.
Á laugardag:
Norðlæg átt, fremur hægt, en áfram strekkingur úti við norður- og austurströndina. Dálítil rigning eða slydda norðan- og austantil á landinu, annars skýjað og þurrt að mestu. Hlýnar hledur í veðri.
Á sunnudag:
Breytileg átt, dálítil væta á víð og dreif og hiti 0 til 6 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með vætu sunnan- og vestantil og hlýnandi veður.