Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kólnandi veður
Þriðjudagur 26. janúar 2010 kl. 08:15

Kólnandi veður


Kólna mun í veðri næstu daga og verður hiti kominn niður fyrir frostmark um næstu helgi. Samkvæmt veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn verður suðvestan 5-13 og skúrir í dag. Vestlægari, 10-18 síðdegis og slydduél en úrkomulítið um miðnætti. Vestan 3-8 á morgun og skýjað að mestu. Hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 10-15 og skúrir eða slydduél um hádegi en vestlægari í kvöld. Hæg vestlæg átt á morgun og skýjað að mestu. Hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en dálítil él NA-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 5 stig við S- og V-ströndina.

Á fimmtudag:
Hæg norðvestlæg átt og snjó- eða slydduél norðan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og stöku él. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðlægar áttir og slyddu sunnanlands og hlýnandi veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024