Kólnandi veður
Á Garðskagavita voru SV 10 og 2ja stiga hiti klukkan 9 í morgun.
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s. Víða él vestantil á landinu, en skýjað með köflum eystra. Hiti var frá 8 stigum á Vattarnesi niður í 1 stigs frost á Húsafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestanátt, víða 13-18 m/s í éljum. Hiti nálægt frostmarki. Lægir í kvöld og nótt. Norðan 8-13 í fyrramálið og léttir til, en hægari seint á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðvestanátt, víða 10-18 m/s og él um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu austanlands. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustantil þegar líður á daginn. Minnkandi vindur í kvöld. Snýst til norðanáttar í nótt og í fyrramálið með éljum fyrir norðan, en léttir þá til syðra. Frost um allt land á morgun.
Mynd: Vetrarsól - Ljósm: Ellert Grétarsson.