Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 29. apríl 2006 kl. 11:25

Kólnandi veður

Í morgun voru sunnan 8-15 m/s, en hægari vindur á SA- og A-landi. Skýjað var á landinu og rigning vestantil. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum.

500 km vestur af Snæfellsnesi er 995 mb lægð sem þokast norðaustur. Um 1000 km suðvestur af landinu er að myndast lægð sem mun hreyfast norður yfir austanvert landið í kvöld og nótt.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Sunnanátt, víða 8-13 m/s og rigning, en þurrt NA- og A-lands fram á kvöld. Hægari vindur og úrkomulítið vestantil síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á A-landi. Hæg vestlæg átt á morgun. Rigning í fyrstu NA- og A-lands en léttir til síðdegis. Skýjað með köflum og smáskúrir í öðrum landshlutum. Kólnandi veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024